Barn án föður

Börn einstakra mæðra sem getin eru með tæknifrjóvgun eiga tilvist sína að hluta til að þakka óþekktum manni, sæðisgjafa, sem gaf dýrmæta gjöf svo aðrir gætu uppfyllt drauma sína um að eignast barn. Sæðisgjafi er ýmist þekktur eða óþekktur. Þekktur gjafi gefur samþykki fyrir því að nafnleynd verði aflétt þegar barn verður 18 ára, ef barnið sjálft óskar eftir því. Óþekktur gjafi nýtur hinsvegar nafnleyndar alla tíð.

Einstakra mæðra bíður það verkefni að útskýra lífræðilegan uppruna barna sinna, fyrst og fremst fyrir börnunum sjálfum en einnig öðrum. Hver hefur sinn hátt á við þetta, sumar ræða þetta opinskátt við alla frá upphafi en aðrar kjósa kannski að halda upplýsingunum fyrir barnið og sína nánustu.

Hjá sumum vakna spurningar um hvort hugsanlega hafi fleiri börn fæðst eftir sæðisgjöf sama gjafa. Hægt er að skrá númer gjafa hjá samtökunum Scandinavian Seed Siblings og komast þar í samband við aðra sem hafa fengið sæði frá dönskum sæðisbönkum eða norrænum frjósemisstofum.